Hálfs árs fangelsi fyrir að slá mann í andlitið með flösku

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti fangelsi í 6 mánuði fyrir að slá annan mann með glerflösku í andlitið. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur til að greiða manninum, sem hann sló, 273 þúsund krónur í bætur en sá sem fyrir árásinni varð fékk tvo djúpa skurði fyrir ofan annað augað.

Maðurinn viðurkenndi árásina, sem var gerð á veitingastað við Austurstræti í apríl á síðasta ári. Hann neitaði því hins vegar að hafa notað glerflösku við árásina. Hæstiréttur taldi sannað með framburði vitna að maðurinn hafi slegið hinn með glerflösku en ekki var talið sannað að flaskan hefði brotnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert