Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið var á gangandi vegfaranda skömmu fyrir klukkan sex í kvöld. Að sögn lögreglu er talið líklegt að sjón og heyrnarskertur 59 ára gamall karlmaður hafi gengið yfir á rauðu gönguljósi á gatnamótum Nýbýlavegar og Valahjalla í Kópavogi með þeim afleiðingum að jepplingur sem ekið var í austurátt eftir Nýbýlavegi náði ekki að hemla og skall af afli á manninum sem kastaðist um 33 metra eftir götunni.

Maðurinn var við meðvitund er sjúkrabifreið bar að garði, hann er mikið slasaður en ekki talinn vera í lífshættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert