Fyrirhugaðar framkvæmdir og orkusala haldast í hendur

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að stækkun Hellisheiðarvirkjunar og bygging Bitruvirkjunar og Hverahlíðarvirkjunar séu til að mæta orkusölu til Alcans vegna álversins í Straumsvík og til Norðuráls vegna álvers í Helguvík. Gangi samningarnir ekki eftir við Alcan séu nægir kaupendur að orkunni, en Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að Norðurál haldi sínu striki í sambandi við Helguvík.

Í samningunum eru fyrirvarar um að OR fái jákvæða niðurstöðu í umhverfismati og að næg orka finnist á svæðinu, að sögn Hjörleifs. Hann segir að vandræðalaust ætti að vera að finna orku vegna stækkunar Hellisheiðarvirkjunar en framkvæmdir vegna hinna virkjananna séu skemmra á veg komnar. Tilraunaboranir hafi farið fram en bora þurfi meira til að finna út úr því hvort hægt sé að virkja á svæðinu. Hins vegar séu niðurstöður frekar jákvæðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert