Elstu nemendur Þelamerkurskóla fengu fyrstu eintök nýrrar bókar um Jónas

Forseti Íslands afhendir elstu nemendum Þelamerkurskóla fyrstu eintök af nýrri …
Forseti Íslands afhendir elstu nemendum Þelamerkurskóla fyrstu eintök af nýrri ævisögu Jónasar Hallgrímssonar í morgun. mbl.is/Skapti

Nemendur í efstu bekkjum Þelamerkurskóla í Hörgárdal fengu í morgun afhent fyrstu eintök nýrrar bókar um Jónas Hallgrímsson, eftir Böðvar Guðmundsson. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti bókina við hátíðlega athöfn. Skólinn að Þelamörk er sá sem næstur er fæðingarstað Jónasar að Hrauni í Öxnadal.

Það er menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehf. sem gefur bókina út í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu listaskáldsins góða frá Hrauni, og bókin - Jónas Hallgrímsson, Ævimynd - verður afhent öllum nemendum 10. bekkjar grunnskóla hérlendis að gjöf.

Nemendur Þelamerkurskóla tóku vel á móti forseta lýðveldisins í morgun, þeir yngstu höfðu stillt sér upp í tveimur röðum fyrir utan skólann með heimatilbúna íslenska fána, þegar forsetinn kom í hlaðið. Síðan var gengið á sal þar sem athöfnin fór fram.

Ólafur Ragnar sagði, þegar hann ávarpaði nemendur, að þeir nytu í raun mikilli forréttinda „því þótt öll ungmenni á Íslandi lesi um Jónas og fari með ljóðin þá njótið þið þeirra forréttinda að geta haft æskuslóðir hans á hverjum degi í návígi og í hjartastað, og hugleitt hvernig fjöllin og dalurinn hafa mótað Jónas, því Hraun í Öxnadal er satt að segja svo samofið Jónasi að það er ekki hægt að slíta þar á milli.“

Börn í Þelamerkurskóla í morgun.
Börn í Þelamerkurskóla í morgun. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert