Afnotagjald RÚV hækkar um 4% 1. desember

Afnotagjald Ríkisútvarpsins verður hækkað um 4% hinn 1. desember nk. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar vegna frumvarps til fjáraukalaga sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Reiknað er með að hækkunin auki tekjur Ríkisútvarpsins um 109 milljónir króna á ársgrundvelli.

Afnotagjald RÚV var síðast hækkað 1. október í fyrra, en sú hækkun var 8%. Þá voru liðin tvö ár frá því gjaldið hækkaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert