Skjálftahrinan á Selfossi ekki talin fyrirboði um stærri skjálfta

Jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar eru að fara yfir mælingar á smáum skjálftum sem fundist hafa á og við Selfoss í kvöld, en almennt er ekki talin ástæða til að ætla að skjálftahrinan sé fyrirboði um stærri skjálfta, segir lögreglan á Selfossi.

Í kvöld hafa nokkrir skjáfltar verið á bilinu 2 til 3,5 á Richter og finnast slíkir skjálftar yfirleitt vel nærri upptakastöðum þeirra.

Lögreglan segir að vitað sé um dæmi þess að myndarammar hafi fallið í hillum og ljóskúplar losnað, en ekki sé vitað til að skemmdir hafi orðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert