Vill sjá soninn búa einan

Þröstur Sverrisson, einstæður faðir tvítugs pilts með Asperger-heilkenni og 12 ára stúlku, hefur um tveggja ára skeið reynt að finna búsetuúrræði fyrir son sinn en án árangurs. ,,Son minn, Birki Frey, langar til að eignast eigið heimili. Þegar ungt fatlað fólk vill stofna heimili ætti manneskja frá svæðisskrifstofu fatlaðra að setjast niður með því og foreldrunum og ræða hvað kæmi til greina, væri þjónustan eðlileg. Það er hún hins vegar ekki," segir Þröstur og bætir við að foreldrar fatlaðra einstaklinga þurfi að heyja stöðuga baráttu.

Það sem mögulega gæti hentað Birki Frey væri íbúð í svokölluðu íbúðasambýli, en slíkar íbúðir eru afar fáar. Félagsleg leiguíbúð þar sem hann nyti ákveðinnar þjónustu kæmi einnig til greina, að því er faðirinn greinir frá. ,,En úrræðin eru alltof fá og biðlistarnir eru gríðarlega langir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert