Valtýr Sigurðsson skipaður ríkissaksóknari

Valtýr Sigurðsson.
Valtýr Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skipaði í dag Valtý Sigurðsson, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, í embætti ríkissaksóknara frá og með 1. janúar 2008.

Aðrir umsækjendur um embættið voru: Egill Stephensen, saksóknari við embætti ríkissaksóknara, Guðjón Ólafur Jónsson, hæstaréttarlögmaður, Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, og Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari við embætti ríkissaksóknara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert