Orkuveitan eignast REI að fullu

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Orkuveita Reykjavíkur annars vegar og eignarhaldsfélög Bjarna Ármannssonar og Jóns Diðriks Jónssonar hins vegar hafa komist að samkomulagi um að Orkuveitan kaupi aftur það hlutafé í Reykjavik Energy Invest sem þau lögðu inn í félagið í september síðastliðnum.

Samningar þessa efnis verða lagðir fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur í næstu viku. Samkomulag er um að Bjarni Ármannsson sitji sem formaður REI til áramóta. Þá tekur fulltrúi Orkuveitunnar við.

Útfærsla samkomulagsins er á þann veg að Orkuveitan kaupir hlutabréf eignarhaldsfélaganna í REI á því verði sem þau voru seld á, að viðbættum þeim vöxtum sem fjármunirnir hafa borið frá þeim tíma er þau voru greidd. Hlutafjárframlög eignarhaldsfélaga Bjarna og Jóns Diðriks voru greidd inn á reikning þar sem þau hafa staðið óhreyfð, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert