Axel siglt til Akureyrar

Flutningaskipið Axel undan Austurlandi í gær.
Flutningaskipið Axel undan Austurlandi í gær. mbl.is

Ákveðið hefur verið að sigla flutningaskipinu Axel til Akureyrar en verið er að ljúka við að dæla sjó úr skipinu þar sem það dólar í mynni Vopnafjarðar.

Farið var með vatnsdælu slökkviliðsins á Vopnafirði um borð í skipið um klukkan níu í morgun og segir Jón Sigurðarson, fréttaritari Morgunblaðsins sem er um borð, að dæling hafi gengið vel. Því hafi verið ákveðið að halda áfram áleiðis til Akureyrar með dæluna um borð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert