Mælir með sókn í þorskeldi

mbl.is

Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að ýmislegt gefi tilefni til þess að telja framtíðarhorfur í þorskeldi séu góðar. Þetta kom fram í ræðu ráðherra í morgun ráðstefnunni Stöðumat og stefnumótun fyrir þorskeldi.

Segir hann að sækja eigi fram í þorskeldi. „Sú stefna hefur nú verið mótuð að leggja áherslu á að koma upp kynbættum eldisstofni þorsks og stuðla þannig að því að þorskeldið verði sem allra fyrst starfrækt sem aleldi, þ.e. eldisferillinn spanni allt frá hrognastigi til sláturfisks. Fyrstu árin er þó mikilvægt að afla reynslu með hinu svokallaða áframeldi þar sem smáþorskur er fangaður og alinn í sláturstærð í kvíum. Við þurfum jafnframt að vera þess meðvituð að í þorskeldinu bíður okkar vafalaust hörð samkeppni. Við því er ekkert að gera annað en einfaldlega að gera betur“.

 Ráðherra bætti við að Íslendingum væri mjög mikilvægt að glata ekki sinni góðu stöðu á alþjóðamörkuðum fyrir þorsk. „Sú hætta kann að skapast ef við drögumst aftur úr öðrum þjóðum á sviði þorskeldis. Gleymum því ekki að þorskurinn er okkar langmikilvægasta nytjategund og við höfum lagt gríðarlegt fjármagn í nýtingu hans. Gildir það ekki síst um störf okkar að markaðssetningu á þorski. Það er ljóst að aðrar þjóðir eru að setja umtalsverða fjármuni og þekkingu í þróun fiskeldis. Ef við sitjum hjá með hendur í skauti kunnum við að lenda í þeirri stöðu að glata því forystuhlutverki sem við höfum náð á mörkuðum erlendis“.

Segir hann mikilvægt að það náist samtaða um að stórauka seiðaframleiðslu. Í seiðaframleiðslunni verður það markmið að nást hér á landi að kynbætt eldisseiði fáist á samkeppnishæfu verði gagnvart útlöndum en svo að það takist og eins hitt að þorskeldið verði nægjanlega stórt í sniðum þarf að koma upp seiðaeldisstöð með umtalverða framleiðslugetu, eða a.m.k. 10 milljónir seiða árlega“, sagði Einar Kristinn Guðfinnsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert