Haraldur hringdi Íslandsklukkunni

Haraldur Bessason við Íslandsklukkuna í dag.
Haraldur Bessason við Íslandsklukkuna í dag. mbl.is/Skapti

Íslandsklukkunni við Háskólann á Akureyri var hringt í dag, eins og jafnan er gert á fullveldisdaginn. Það gerði að þessu sinni Haraldur Bessason, fyrsti rektor Háskólans á Akureyri en hann er nú búsettur í Kanada.

Íslandsklukkunni, listaverki Kristins E. Hrafnssonar, er hringt 1. desember ár hvert - eftir árþúsundamótin er það gert í eitt skipti fyrir hvert ár umfram árið 2000, þannig að kólfurinn skall sjö sinnum í klukkunni að þessu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert