Næstminnsta fátæktin í Evrópu er á Íslandi

Hannes Hólmsteinn hélt erindi á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn.
Hannes Hólmsteinn hélt erindi á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn. mbl.is

Í erindi sínu á ráðstefnunni Þjóðarspegillinn í Háskóla Íslands sl. föstudag benti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við HÍ, á að samkvæmt nýlegum mælingum Evrópusambandsins væri fátækt næstminnst í Evrópu á Íslandi og að hvergi í Evrópu væri minni fátækt í röðum 65 ára og eldri.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Hannes að þessum staðreyndum hefði hann haldið að fjölmiðlum en þeir hefðu haft lítinn áhuga á málinu. Spurningin sem Hannes svaraði í erindi sínu var hvort Ísland hefði vikið af hinni norrænu leið og væri að snúa á hina engilsaxnesku, líkt og haldið hefði verið fram í aðdraganda alþingiskosninganna vorið 2007.

Norræna leiðin einkenndist af verulegu atvinnufrelsi, háum sköttum og rausnarlegum velferðarréttindum. Sú engilsaxneska einkenndist af víðtæku atvinnufrelsi, lágum sköttum og lítilli velferðaraðstoð. Niðurstaða Hannesar var sú að Íslendingar hefðu ekki vikið af norrænu leiðinni enda hefðu þeir aldrei farið þá leið. Þess í stað hefðu þeir farið íslensku leiðina sem fælist í víðtæku atvinnufrelsi, hóflegum sköttum og rausnarlegri velferðaraðstoð við þá sem þurfa á henni að halda en naumri við þá sem eru aflögufærir.

Viðfangsefnið er ekki nýtt fyrir Hannesi og nægir að minna á nýlegar ritdeilur hans og Stefáns Ólafssonar um sama efni. Í erindi sínu vísaði Hannes til nýrra gagna, m.a. skýrslu Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) um fátækt og félagslega útskúfun, skýrslu tölfræðinefndar Norðurlandanna og skýrslu OECD um lífeyrissjóði. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert