Samfélagslegur kostnaður nagladekkja

Kostnaður samfélagsins við nagladekkjanotkun verður rannsakaður. Svifryk er einn þáttur …
Kostnaður samfélagsins við nagladekkjanotkun verður rannsakaður. Svifryk er einn þáttur sem kannaður verður. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Meirihluti Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar samþykkti á nýafstöðnum fundi að gerð verði rannsókn á heildarkostnaði samfélagsins af notkun nagladekkja í Reykjavík.

Í greinargerð fundarins segir:

Kostnaður samfélagsins af notkun nagladekkja í borginni er umtalsverður. Augljósastur er kostnaðurinn við að bæta slit á götum borgarinnar. Annar kostnaður t.d. vegna óþrifa af tjöruaustri og heilsuspillandi áhrifa svifryks af völdum nagladekkja hefur hins vegar ekki verið rannsakaður.

 Umhverfisráði þykir brýnt að það verði gert, einkum til að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu almenningi aðgengilegar en ekki síður til að hægt verði að ákveða gjald á notkun nagladekkja í anda mengunarbótareglunnar ef þörf verður talin á.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert