Skólakerfið í öldudal

„Það þarf engum að koma á óvart að árangur sé á niðurleið og við dölum, því allt skólakerfið hefur verið í öldudal árum saman á meðan góðærið hefur ríkt,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, um nýjustu PISA-könnunina.

Bendir hún á að ákveðinn atgervisflótti hafi verið úr kennarastörfum á síðustu misserum, sem skýrist af slökum kjörum, virðingarleysi fyrir kennarastarfinu og skorti á sjálfstæði skóla og athafnafrelsi. Bendir hún á að samfélagið búi við það að æ færri vilji sinna grunnverkefnum stofnana og ýmist mennti eða starfsframi sig burt frá fólki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert