Spáir miklum hækkunum á matvælaverði

Hækkanir á hráefnisverði erlendis hafa alls ekki skilað sér að fullu hér á landi þótt matvælaverð hafi hækkað umtalsvert undanfarna mánuði, að sögn Marteins Magnússonar, markaðsstjóra heildsölunnar Eggerts Kristjánssonar hf. Hann segir mjög miklar verðhækkanir enn í uppsiglingu.

Gera má ráð fyrir að hækkanirnar muni skella á með nokkrum þunga strax á fyrstu mánuðum næsta árs. „Þessar hækkanir eiga eftir að koma mjög sterkt inn í neysluvísitöluna á þeim tíma,“ segir Marteinn.

Ástæðurnar eru margar og samverkandi. Uppskerubrestir hafa orðið víða um heim, aukin samkeppni er um kornakra og þá skiptir stighækkandi olíuverð veigamiklu máli. Orkuverð er að hækka víða erlendis, sömuleiðis flutningskostnaður og verð matvælaumbúða. „Þetta gerist allt samhliða og hefur hvað áhrif á annað,“ segir Marteinn.

Allar matvörur sem innihalda korn, olíur og kakó eru m.a. af þessum sökum vísar til að hækka enn frekar. Einnig mjólkurvörur og kjöt. „Við erum nánast að tala um matvörur,“ segir Marteinn. Hann segir áhrifin mun víðtækari en menn hafi séð fyrir.

Marteinn bendir á að ekki aðeins hafi hveitiuppskera brugðist víða í ár og það orsaki minni framleiðslu, heldur sé hveitið lakara en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert