Feitar fá ekki tæknifrjóvgun

Danskir læknar íhuga hvort segja eigi sérstakar reglur um hve feitar konur sem vilja gangast undir tæknifrjóvgun mega vera.

Séu konur alltof feitar ermeiri hætta á fósturláti, erfiðleikum í fæðingu og keisaraskurði og hætta skapast líka fyrir börnin. Bæði hér á landi og í Danmörku gildir sú þumalfingursregla að þyngdarstuðull kvenna sé helst ekki hærri en 30.

Guðmundur Arason læknir segir að hér á landi hafi verið sett mörk og miðað sé við að þyngdarstuðullinn sé ekki mikið yfir 30. Þetta sé þó vegið og metið í hvert sinn, því hver kona sé sérstök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert