9 mánaða fangelsi fyrir nærbuxnahnupl

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 9 mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl en hann rauf skilorð eldri dóma með brotinu. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa stolið fimm nærbuxum í pakka og einum bol í verslun í Reykjavík en þýfið var metið á tæplega 3 þúsund krónur.

Maðurinn hefur frá árinu 2001 m.a. verið dæmdur fyrir kynferðisbrot, húsbrot, nytjastuld, fíkniefnabrot, ölvunarakstur og sviptingarakstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert