Útlit fyir él á morgun

Útlit er fyrir að él verði á mestöllu landinu á morgun, aðfangadag, en Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt, víða 10-15 metrum á sekúndu og éljagangi en léttskýjuðu á Norður- og Austurlandi. Hiti verður 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina, en annars 1 til 5 stiga frost. 

Í dag er gert ráð fyrir norðaustan 10-18 m/s og slyddu eða snjókomu suðaustan- og austantil á landinu. Annars verður heldur hægari vindur og stöku él, en léttir til suðvestan og vestantil. Í kvöld og nótt lægir og léttir til. Hiti verður við frostmark við suðurströndina en annars 0 til 5 stiga frost. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert