Skorað á björgunarsveitirnar

Almenn notkun flugelda er aðeins leyfð frá 28. desember til …
Almenn notkun flugelda er aðeins leyfð frá 28. desember til 6. janúar. mbl.is/ÞÖK

Forsvarsmenn umhverfisvefsins Náttúran.is skora á björgunarsveitir landsins sýni frumkvæði og auglýsi að þær taki flugeldarusli eftir áramót, og sjái til þess að því sé komið til endurvinnslu og fargað á réttan hátt. 

Í áskoruninni kemur fram að samvinna milli hjálparsveitanna og endurvinnslustöðva á landinu geti þannig verið með besta móti og „hjálparsveitirnar myndu standa með pálmanna í höndunum sem ábyrg samtök sem huga að umhverfisvernd en stunda ekki fullkomlega óábyrg viðskipti í umhverfislegu tilliti eins og nú er raunin,“ segir í áskoruninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert