Reykjavíkurborg styrkir SÁÁ

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Þórarinn Tyrfingsson, formaður Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ), skrifa í dag undir samstarfssamning Reykjavíkurborgar og SÁÁ. Markmið samningsins er m.a. að auka forvarnarstarf, bæta þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúklinga og efla tengsl meðferðaraðila og velferðarþjónustu.

Samkvæmt samningnum styrkir Reykjavíkurborg starfsemi SÁÁ um samtals 55 milljónir króna á næstu þremur árum. Fjármagnið rennur m.a. til rekstrar göngudeildar í Efstaleiti 7, forvarnarstarfs í samfélaginu, skólum og stofnunum Reykjavíkurborgar og annarrar þjónustu SÁÁ við Reykjavíkurborg, m.a. þjálfunar meðferðaraðila í viðtalstækni og ráðgjafar í tengslum við verkefnið Grettistak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert