Upplýsingamiðstöð Alcoa verður skíðaskáli

Húsið flutt af grunni sínum í dag.
Húsið flutt af grunni sínum í dag.

Húsið, sem undanfarin tvö ár hefur hýst upplýsingamiðstöð Alcoa Fjarðaáls og Fjarðabyggðar í Reyðarfirði, hefur fengið nýtt hlutverk og verður í framtíðinni skíðaskáli í Stafdal, sameiginlegu skíðasvæði Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs. Húsið verður flutt frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar eftir hádegi í dag.

Um er að ræða tæplega 110 fermetra hús sem Fjarðaál hefur ákveðið að gefa til skíðasvæðisins. Stefnt er að því að húsið verði komið upp í Stafdal fyrir áramót. Húsið er fullbúið og eldhústæki fylgja með.

Þegar er búið að steypa undirstöður undir húsið og verður það flutt í fjórum hlutum á nýja staðinn og verður uppsetningu þess lokið fyrir áramót. Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, segir að engar breytingar þurfi að gera á húsinu. Til stendur þó að byggja lítið anddyri við það. Gert er ráð fyrir að skíðaskálinn verði kominn í fulla notkun strax í byrjun janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert