Útköllum fer fjölgandi

Nóg er að gera hjá björgunarsveitunum.
Nóg er að gera hjá björgunarsveitunum. mbl.is/Golli

Útköllum vegna veðursins hefur verið að fjölga síðustu klukkustund.
Nú hafa björgunarsveitir og slökkvilið sinnt rúmlega 80 útköllum frá kl. fjögur í morgun þar af 40 frá 11.

Flest útköll eru á höfuðborgarsvæðinu en einnig eru verkefni á Suðurnesjum, Akranesi, Borgarnesi, Blönduós og Selfossi
 
Veðrið er enn slæmt og fer núna versnandi austanvert á landinu.
 
Ekkert ferðaveður er sem stendur.
 
Frárennslislagnir hafa ekki undan og er því gríðarlegur vatnselgur á götum. Þetta skapar hættu og dæmi er um bifreiðar hafi stöðvast í stórum pollum sem hafa myndast.
 
Búið er að loka Fífuhvammsvegi við Smáralind vegna vatnselgs.
 
Ökumönnum er bent á að fara með mikilli gát þar sem skyggni er slæmt og pollar sjást illa fyrr en ekið er ofan í þá.
 
Björgunarsveitir er enn á leið að ferðamönnum á Langjökli. Ferðinni miðar hægt vegna ofsaveðurs sem er þar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert