Hús stórskemmdist í eldsvoða

Frá Eskifirði í gærkvöldi
Frá Eskifirði í gærkvöldi mbl.is/Helgi Garðarsson

Einbýlishús á tveimur hæðum við Kirkjustíg á Eskifirði stórskemmdist í eldsvoða í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Fjarðabyggðar. Slökkviliðið  var kallað út um hálf tólf leytið í gærkvöldi og tók slökkvistarfið um tvær klukkustundir. Enginn var í húsinu er eldurinn kom upp og ekki er vitað um eldsupptök. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er húsið væntanlega ónýtt þar sem rífa þurfti mikið af klæðningu og þaki hússins til þess að komast að glóð sem logaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert