Vöruflutningabíll fauk undir Hafnarfjalli

Tíu hjóla vöruflutningabíll með tengivagni valt í snarpri vindhviðu undir Hafnarfjalli um klukkan hálf níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var bílstjórinn einn í bílnum og sakaði ekki. Reynt verður að reisa bílinn við á morgun en hann liggur utan vegar.

Að sögn lögreglunnar var bíllinn nánast tómur en hann var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og er notaður í fiskflutninga.

Lögreglan í Borgarnesi sagði að margir hefðu hringt í neyðarlínuna en einungis einn maður stoppaði til að huga að bílstjóranum skömmu áður en lögregluna bar að garði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert