Bensíngjöfin festist í botni

Ekið var á ljósastaur á Húsavík í fyrrinótt með þeim afleiðingum að bíllinn er mikið skemmdur og staurinn ónýtur en ökumaðurinn slapp með skrekkinn. Atvikið átti sér stað um klukkan 02:30. Að sögn lögreglu var ökumaður á leið í bíl sínum frá bílastæði þegar bensíngjöfin festist í botni og hann missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum.

Það var ökumanninum til láns að ekki var um langa vegalengd að ræða, aðeins yfir götu, og bílinn því  ekki á mikilli ferð. Ökumaðurinn var auk þess í öryggisbelti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert