Fyrsta loðna ársins

Þorsteinn ÞH-360 fékk fyrstu loðnu vetrarins í gærkvöldi.
Þorsteinn ÞH-360 fékk fyrstu loðnu vetrarins í gærkvöldi. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Finnbogi Böðvarsson skipstjóri á fjölveiðiskipinu þorsteini ÞH-360 sagðist vera að vonum ánægður með fyrstu loðnu ársins. „Verður maður ekki að vera það, þetta er betra en að sigla um sjóinn og gera ekki neitt," sagði hann í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Hann fékk 100 tonn eftir stutt tog.

Finnbogi sagðist vera að klára að frysta aflann um borð og að reynt yrði að kasta aftur eftir hádegið en það er leiðindaveður á miðunum. Hann sagði að loðnan mætti vera stærri.

Þorsteinn ÞH er staddur um 50 sjómílur norður af Hraunhafnartanga sem er norðan við Melrakkasléttu.

„Maður sér að það er eitthvað hérna svo maður stenst ekki að kasta trollinu til að reyna að fá eitthvað meira," sagði Finnbogi að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert