Beitir sér innan borgarmeirihlutans

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og forseti borgarstjórnar, vill vernda nítjándu aldar götumynd Laugavegar og leggst gegn því að húsin á Laugavegi 4 og 6 verði rifin eða flutt annað. Segist hann hafa beitt sér af þunga fyrir þessu máli innan meirihlutans og vonast til að hægt verði að bjarga húsunum.

Ólafur F. Magnússon rifjar það upp að hann hafi í byrjun árs 2005 vakið umræður um friðun húsa við neðanverðan Laugaveg með fyrirspurn í borgarráði og síðan með tillögum í borgarstjórn. Vonast hann til þess að umræðan hafi orðið til að breyta almenningsálitinu. Hann segir að húsin við Laugaveg 2 til 6 séu frá 19. öld og myndi einstaka húsaröð sem beri að varðveita.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert