Segir rangfærslur í yfirlýsingu Árna

Pétur Kr. Hafstein.
Pétur Kr. Hafstein.

Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar um dómstóla, segir að í yfirlýsingu sem Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra, sendi frá sér í dag séu slíkar rangfærslur að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum.

Árni skipaði Þorstein Davíðsson í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þvert á mat dómnefndarinnar sem taldi aðra umsækjendur hæfari. Í yfirlýsingunni segir Árni nefndina hafa misskilið hlutverk sitt og að gallar hafi verið á umsögn hennar, sem hafi verið ógagnsæ og lítt rökstudd.

Nefndin mun ekki aðhafast frekar í málinu, að sögn Péturs, og vísar í greinargerð sína frá því í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert