Vilja að komugjöld verði lækkuð eða felld niður

Framkvæmdastjórn Landssambands eldri borgara segist í ályktun fagna þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að fella niður komugjöld heilbrigðisstofnana af börnum og unglingum frá og með áramótum 2008.

Framkvæmdastjórnin harmar hins vegar, að eingöngu skuli vera um að ræða eins konar sjónhverfingar. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessarar ákvörðunar sé enginn og reikningurinn sé sendur ömmum og öfum barnanna og unglinganna en komugjöld þeirra hækki um 43%.

„Framkvæmdastjórninni hefur ekki tekist að finna þessari ákvörðun stað í rúmlega hálfsárs gömlum stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. LEB skorar á heilbrigðisráðherra að endurskoða þessa ákvörðun sína sem allra fyrst með það að leiðarljósi að draga verulega úr eða fella alfarið niður komugjöld heilbrigðisstofnana," segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert