Vopnað rán í 11-11 verslun

Vopnað rán var framið í verslun 11-11 við Grensásveg í Reykjavík laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld, að sögn lögreglunnar.

Talið er að ræninginn hafi verið vopnaður hnífi og mun hann hafa ógnað fólki í versluninni. Hann flúði af vettvangi á hlaupum en ekki var hinsvegar ljóst hvort hann hafði ránsfeng á brott með sér. Rannsóknarlögreglumenn voru settir í málið og var jafnframt hafin leit að hinum grunaða.

Síðast var framið verslunarrán í Reykjavík í byrjun desember og tókst að hafa uppi á tveim grunuðum ræningjum samdægurs og endurheimta ránsfenginn. Ránið sem framið var þar á undan, í nóvember, heppnaðist ekki heldur hjá ræningjunum, en þá var það Sunnubúðin í Hlíðahverfi sem varð fyrir valinu. Lögreglan náði ræningjunum fljótlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert