„Misskilningur að handrukkarar vaði uppi“

Bestu kveður, Ellert Grétarsson Ljósmyndari / blaðamaður
Bestu kveður, Ellert Grétarsson Ljósmyndari / blaðamaður mbl.is

Mjög góð mæting var á íbúafund í Vogunum í gærkvöldi sem haldinn var í samstarfi við lögregluna á Suðurnesjum. Að sögn Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra var kynnt á fundinum að sveitarfélagið mundi leggja lögreglunni til aðstöðu í félagsmiðstöðinni á staðnum frá vorinu.

Róbert sagði hina góðu mætingu á fundinn sýna að það væri fólki mjög hugleikið að byggja upp öflugt forvarnastarf og að sveitarfélagið væri mjög gott. „Við þurfum líka að ná að koma þeirri ímynd sem við höfum á framfæri,“ sagði Róbert. Þá ímynd segir hann ekki vera þá sömu og komið hafi verið á framfæri í fjölmiðlum undanfarin misseri.

 „Við erum þessi litli fjölskylduvæni bær; þar sem börnin ganga um og hafa það mjög gott, en ekki þetta samfélag þar sem einhverjir handrukkarar vaða uppi. Það er mikill misskilningur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert