Borgin borgar um 550 milljónir

Reykjavíkurborg þarf að reiða fram að minnsta kosti 550 milljónir króna fyrir fasteignirnar á Laugaveg 4 og 6, samkvæmt heimildum 24 stunda.

Reykjavíkurborg og Kaupangur, eigandi fasteignanna, komust að samkomulagi um kaup borgarinnar á fasteignunum í gær.

Núverandi eigandi húsanna keypti þau fyrir ári á 250 milljónir króna og hagnast því um að minnsta kosti 300 milljónir króna á sölunni.

„Ég óttast að sú leynd sem hvílir yfir þessum kaupum bendi til þess að verðið hafi hækkað umtalsvert frá því sem talað var um í borgarráði í gær,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. „Þegar öll kurl verða komin til grafar sýnist mér allt benda til þess að fórnarkostnaður borgarinnar vegna þessara kaupa verði um það bil hálfur milljarður króna.“ Í því samhengi vísar Óskar til verðsins fyrir fasteignirnar, kostnaðarins við að gera þau upp og markaðsvirðis þeirra að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert