„Grafhýsi“ skilið eftir við Laugaveg

„Við fáum engin stór fyrirtæki hingað á Laugaveginn á meðan uppbyggingin er svona,“ segir Borghildur Símonardóttir, kaupmaður í Vinnufatabúðinni á Laugavegi 76. Kaupmenn og rekstraraðilar í nágrenni Laugavegar 74 eru orðnir langþreyttir á því sem þeir segja aðgerðar- og framtaksleysi borgaryfirvalda í málefnum Laugavegarins í heild. Á Laugavegi 74 hefur verið opinn húsgrunnur frá því að húsið þar var fjarlægt fyrir tveimur og hálfu ári. Grunnurinn er sagður hættulegur og djúpur skurður.

Í gær afhentu Borghildur og Gunnar Guðjónsson, kaupmaður í Gleraugnamiðstöðinni á Laugavegi 24, bréf sem beint var til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulags- og byggingarsviðs, um málefni götunnar. Bréfinu fylgdu undirskriftir um 140 aðila sem hagsmuna eiga að gæta á Laugaveginum. „Og nú er komin áskorun frá okkur,“ segir Borghildur. Hún er harðorð um þau vinnubrögð að flytja húsið nr. 74 í burtu og skilja eftir „grafhýsi“, eins og hún orðar það. „Við hliðina á stóru og virðulegu húsi beint á móti aðalbanka landsmanna, Landsbankanum,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert