Sjálfstæðiskonur fagna nýjum meirihluta

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. Árvakur/Sverrir

Landssamband sjálfstæðiskvenna fagnar því að sjálfstæðismenn fari aftur með völd í Reykjavík.

Fram kemur í fréttatilkynningu að allt tal um að stjórnarskiptin séu ólýðræðisleg eigi ekki við rök að styðjast. Nýr meirihluti sé löglega kjörinn meirihluti í borginni.

„Með málefnasamninginn og stefnumál sjálfstæðismanna að leiðarljósi mun vegferð hins nýja meirihluta verða farsæl. Landssambandið fagnar sérstaklega þeim áherslum í málefnasamningnum sem snúa að börnum og öldruðum.

Landssambandið hvetur nýjan meirihluta til að koma sér hratt og örugglega að verki við að vinna stefnumálum sjálfstæðismanna í borginni framgang.

Eftir borgarstjórnarfund á fimmtudag er ljóst að hlutfall karla og kvenna sem aðalmenn í fagráðum borgarinnar er jafnt. Þá fara sjálfstæðiskonur með formennsku í sex fagráðum borgarinnar af níu. Þessu ber sérstaklega að fagna.

Landssambandið óskar borgarfulltrúunum velfarnaðar í starfi,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert