Sjálfstæðismenn ræddu borgarmál á kjördæmisþingi

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður borgarráðs, …
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík og formaður borgarráðs, ræddi borgarmál á Hótel Sögu í dag. Árvakur/G.Rúnar

Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna fór fram í Sunnusal Hótel Sögu í dag. Að loknum aðalfundi Varðar, sem hófst kl. 13, flutti Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu sem félagar í fulltrúaráðsins hlýddu á.

Kl. 14 hófst svo opinn fundur þar sem rætt var um borgarmál undir yfirskriftinni Öryggi og velferð - Framtíðarsýn í borgarmálum.

Þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Kjartan Magnússon, borgarfulltrúar, fluttu framsöguræður.

Að loknum framsögum sátu auk ofangreindra í pallborði borgarfulltrúarnir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert