Vilja banna nektarsýningar

Þingmenn vilja leggja algert bann við nektarsýningum hér á landi.
Þingmenn vilja leggja algert bann við nektarsýningum hér á landi.

Fjórir þingmenn VG hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að felld verði brott undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum og eftir standi algjört bann við því að bjóða upp á nektarsýningar.

Kolbrún Halldórsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Segir í greinargerð með tillögunni, að sérfræðingar um kynferðisofbeldi hafi bent á að í skjóli nektardansstaða þrífist í mörgum tilfellum eiturlyfjasala og vændi, auk þess sem erfitt sé að ganga úr skugga um hvort þær stúlkur sem starfi á slíkum stöðum séu neyddar til starfans eður ei.

Þá segir, að í ljósi þess að líkur séu á að vændi og mansal þrífist í skjóli nektardansstaða sé erfitt að finna rök fyrir því að lögin veiti heimild til undanþágu frá almennu reglunni um að nektarsýningar skuli óheimilar á veitingastöðum. Ástæðan fyrir banninu á sínum tíma hafi verið, að nýta það í baráttunni gegn vændi og mansali en undanþáguákvæðið stríði óneitanlega gegn því meginmarkmiði.

Tillagan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert