Faxaflóahafnir vilja Sundabraut í göngum

Stjórn Faxaflóahafna hefur sent frá sér ályktun þar sem tekið er undir ályktun borgarráðs varðandi gerð og legu Sundabrautar í göngum. Ítrekar stjórnin vilja sinn til að koma að framkvæmd verkefnisins í samræmi við fyrri samþykktir þar að lútandi.

Þá fagnar stjórnin áhuga samgönguráðherra, alþingismanna og sveitarfélaga á að koma verkefninu sem fyrst til framkvæmda og því mati að verkefnið sé brýnasta verkefnið í samgöngumálum á landinu.

Hafnarstjórnin samþykkti að tilnefna  Júlíus Vífil Ingvarsson, formann stjórnarinnar, í samráðshóp Reykjavíkurborgar um lagningu Sundabrautar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert