Tölvuþjófar á Selfossi

Fartölva frá Toshiba.
Fartölva frá Toshiba. Reuters

Fartölvu var stolið frá nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á föstudag en tölvan var í tösku, sem nemandinn lagði frá sér í anddyri skólans. Sama dag var einnig farið inn í ólæst herbergi í í nemendagörðum skólans og þaðan stolið fartölvu frá nemenda.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi á danskur piltur, sem stundar nám við skólann, fartölvuna sem stolið var úr anddyrinu um hádegisbil á föstudag. Pilturinn hafði lagt frá sér rauða tautösku í anddyri skólans og í henni var fartölvan sem er af gerðinni Zepto svört að lit.  Segir lögregla, að tölvur af þessari gerð séu mjög fátíðar hér á landi.

Um sé að ræða mikið tjón fyrir piltinn því bærði er tölvan verðmæt og metin á um 140 þúsund krónur og í henni voru gögn sem tengjast námi piltsins.

Sama dag á milli kl. 13 og 15 var farið inn í ólæst herbergi í í nemendagörðum FSU í Fosstúni við Eyraveg á Selfossi og þaðan stolið Toshiba fartölvu frá nemenda í FSU.  Einnig í þessu tilviki er um fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir nemandann. 

Lögreglan biður hvern þann sem veitt getur upplýsingar um þessa tölvuþjófnaði að hafa samband í síma 480 1010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert