Ná verður þjóðarsátt um mjólkurframleiðslu

Árvakur/Þorkell Þorkelsson

Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, segir að það þurfi að ná þjóðarsátt um mjólkurframleiðslu í landinu og að hin ýmsu sjónarmið verði að skoða þegar næst kemur til endurskoðunar á mjólkursamningi árið 2012.

Var hún að svara fyrirspurn frá Valgerði Sverrisdóttur, Framsóknarflokki, vegna þeirra hugmynda sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins varpaði fram um að næsti samningur sem ríkið gerði við kúabændur yrði sá síðasti.

Arnbjörg segir að allur hinn vestræni heimur hafi stutt bændur og með einhverjum hætti verði þessu stuðningur að berast til bænda. En með samningum líkt og Ísland hefur gert. Þetta snúist um fæðuöflun þjóðarinnar.

Í Morgunblaðinu í dag kveðst Einar K.Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra  vera tilbúinn til að skoða það af fullri alvöru að ríkið kaupi upp allt greiðslumark af bændum.

Að sögn Arnbjargar hefur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf staðið þétt við bakið á bændum og þá ekki síst Einar Kr. Guðfinnsson, segir Arnbjörg hún telji ómaklega vegið að honum í umræðum á Alþingi í þessu máli en áður hafði Birkir J. Jónsson, Framsóknarflokki, sagt að það veki furðu að landbúnaðarráðherra taki jafnvel og raun ber vitni í slíkar hugmyndir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert