Fjöleignarhúsalögin rangtúlkuð

Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir það leyfilegt samkvæmt fjöleignarhúsalögum að halda hunda og ketti í fjölbýli ef um sérinngang er að ræða, án þess að fá samþykki annarra. Þar sem inngangur er sameiginlegur þurfi þó skriflegt samþykki sameigenda.

„Málið er hins vegar að hunda- og kattayfirvöld í borginni hafa verið með fáránlega túlkun á þessari reglu [um sérinngang], þau vilja meina að inngangur sé sameiginlegur ef það eru bara tvennar dyr á húsinu og af því gengið er inn af sameiginlegri lóð eða stétt. Alltaf ef gengið er inn í húsið að utan sé inngangurinn sameiginlegur af því að lóðin er sameiginleg. Þ.a.l. er ekki til neitt sem heitir sérinngangur!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert