Snjóflóð féll á Óshlíð

Vegunum milli Súðavíkur og Ísafjarðar og Bolungarvíkur og Ísafjarðar var …
Vegunum milli Súðavíkur og Ísafjarðar og Bolungarvíkur og Ísafjarðar var lokað vegna ófærðar og veðurs. Árvakur/Halldór Sveinbjörnssin

Snjóflóð féll á Óshlíð milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur um klukkan tíu í gærkvöldi. Einn bíll ók inn í flóðið en engan sakaði. Þegar björgunarsveitarmenn höfðu aðstoðað fólkið út úr flóðinu tók Vegagerðin þá ákvörðun að loka veginum og ryðja hann ekki vegna veðurs.

Veður er enn slæmt, gengur á með éljum og var veginum um Súðavíkurhlíð lokað klukkan sex í morgun vegna ófærðar og veðurs.

Samkvæmt lögreglunni á Ísafirði mun vegagerðin athuga hvort hægt sé að ryðja þessar leiðir klukkan átta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert