Vilja endurvinna traust

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á fundi með fréttamönnum í gær.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á fundi með fréttamönnum í gær. Árvakur/Brynjar Gauti

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, gefur í skyn í samtali við Morgunblaðið að yfirstandandi kjörtímabil verði hans síðasta. Hann segir að ef hann ákveði að hætta á kjörtímabilinu muni hann gera það á sínum eigin forsendum.

Vilhjálmur segir að borgarstjórnarflokkurinn skynji víðtæka óánægju og eins kveðst hann finna fyrir óánægju út í sig sem fyrrverandi borgarstjóra. Hann segir að á fundinum í gær, sem haldinn var á hefðbundnum fundartíma borgarstjórnarflokksins, hefði verið rætt um að borgarfulltrúarnir þyrftu að fá að fara yfir málin og kynna sín sjónarmið. „Við ræddum það á fundinum áðan að við stæðum frammi fyrir erfiðu viðfangsefni, en við stöndum þétt saman og ætlum að vinna með félögum okkar í borginni að því að endurvinna traust borgarbúa. Til þess þurfum við starfsfrið. Við komum ekki saman í dag til að kjósa nýtt borgarstjóraefni,“ sagði Vilhjálmur.

Varðandi það að Vilhjálmur taki aftur við borgarstjórastólnum eins og kveðið er á um í málefnasamningi D-lista og F-lista segir hann að ekkert hafi breyst. Engar viðræður hafi verið við samstarfsflokkinn um breytingar á málefnasamningnum. „Ég hef sagt félögum mínum að síðan verði að koma í ljós hvað ég geri. Það er eitt ár og mánuður í að ég verði borgarstjóri. Ég set hagsmuni Sjálfstæðisflokksins ofar mínum eigin,“ sagði Vilhjálmur. | Miðopna

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert