Sæfari á sjó á mánudaginn

Ekki hefur að fullu verið lokið við endurbætur á Grímseyjarferjunni Sæfara, en hún verður sjósett á mánudaginn. Það styttist í að hún verði prófuð. Hún átti að vera tilbúin fyrir viku.

RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum.

Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ekki hægt að fullyrða um hvenær Sæfari verði tilbúinn, en þess sé ekki langt að bíða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert