Starfsmenn ferðist ekki einir í bíl

VGK-hönnun hefur kynnt starfsmönnum sínum samgöngustefnu fyrirtækisins þar sem starfsmenn eru hvattir til að velja sér annan ferðamáta en að aka einir í bíl til og frá vinnu með það að leiðarljósi að bæta umhverfi, borgarbrag og heilsu íbúa höfuðborgarsvæðisins sem og annars staðar. Markmiðið er að uppfylla ferðaþörf starfsmanna á hagkvæman og vistvænan hátt.

Þorsteinn B. Hermannsson, umferðarverkfræðingur og sviðsstjóri umferðar og skipulags hjá VGK-Hönnun segir að hugmyndin sé að bandarískri fyrirmynd. VGK-Hönnun sé verkfræðistofa og ráðgjafafyrirtæki sem hafi meðal annars unnið fyrir Reykjavíkurborg að samgönguskipulagi og greiningu á stöðu og stefnu í samgöngumálum í Reykjavík. Meðal annars hafi svonefndar mjúkar aðferðir verið skoðaðar til að breyta ferðavenjum og minnka umferðarálag og fyrirtækið hafi viljað sýna gott fordæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert