Fyrsta loðnan komin til Eyja

Hér sést Sæbjörn Jónsson landa fyrstu loðnunni sem kom til …
Hér sést Sæbjörn Jónsson landa fyrstu loðnunni sem kom til Eyja í nótt. Sigurgeir Jónasson

Sighvatur Bjarnason VE. kom með fyrstu loðnuna til Eyja á þessari vertíð í nótt.  650 tonn fengust í Reyðarfjarðardýpi í nótt. 

Byrjað var að landa strax og vinnsla hófst í morgun en útlit er fyrir að mest af þessum afla fari í frystingu hjá Vinnslustöðinni hf í Vestamanneyjum.

Mikill viðburður þykir að loðna kemur til löndunar, þar sem veðrátta hefur verið slæm, og illa hefur gengið að finna loðnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert