Geir: Ávinningur síðustu ára notaður til að búa í haginn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagðist í viðtali í Silfri Egils í morgun ekki óttast að kreppa sé framundan þótt ástand sé erfitt í sjávarútvegi og á fjármálamarkaði.

Í viðtalinu sagði forsætisráðherra nauðsynlegt að byggja upp þorskstofninn ,  og að enginn tími hentaði betur til að fara að ráðum Hafrannsóknarstofnunar en einmitt nú, þegar vel hefur árað.

Sagði Geir aðspurður að margt komi til sem geri að verkum að ekki þurfi að hafa áhyggjur,  m.a. vegi auknar opinberar framkvæmdir upp á móti þessum áhrifum og ávinningur af síðustu árum hafi verið notaður til að búa í haginn. Ríkissjóður sé nær skuldlaus, bankarnir standi vel, og öflugt lífeyrissjóðakerfi í landinu sé víða öfundað.

Þá segist Geir ekki hafa dregið dul á þá skoðun sína að frekari stóriðja geti auk þess átt þátt í þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert