Almennir launataxtar hækka um 18.000 krónur við undirskrift

Frá undirritun samninganna í kvöld
Frá undirritun samninganna í kvöld Árvakur/Árni Sæberg

Kjarasamningar ASÍ og SA sem undirritaðir voru nú í kvöld  fela m.a. í sér hækkun almennra launataxta um 18.000 krónur við undirskrift,  13.500 krónur árið 2009 og 6.500 krónur árið 2010. Launataxtar iðnaðarmanna hækka um 21.000 krónur við undirskrift, 17.500 krónur árið 2009 og 10.500 krónur árið 2010. Þá er miðað við að nýjar launatöflur taki gildi á hverju ári (1. feb 2008, 1. mars 2009 og 1. jan 2010) og ekki er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka álagsgreiðslur á móti taxtabreytingunni. Þetta kemur fram á vef ASÍ.

 Í frétt  á vef ASÍ segir:  „Samkomulag er um launaþróunartryggingu. Í því felst að þeir sem verið hafa í starfi hjá sama atvinnurekanda og hafa ekki fengið að lágmarki 5,5% launahækkun frá 2. janúar 2007 til undirritunar samninga fái það sem á vantar.Ennfremur verði ákvæði fyrir þá sem skipt hafa um starf fram til 1. september 2007. Á árinu 2009 verði launaþróunartryggingin 3,5%. 1. janúar árið 2010 verður almenn launahækkun upp á 2,5%, auk fyrrgreindra taxtahækkana. Nýr kjarasamningur hækkar lægstu taxta um 32% á samningstímanum og kemur til móts við þá sem ekki hafa notið launaskriðs síðustu misseri.Allir kjarasamningarnir fela í sér lengingu orlofs.Þannig má nefna að undir lok samningstímans þá hefur orlofsrétturinn lengst í 30 daga eftir 10 ára starf hjá sama fyrirtæki.

Ef ákveðnar forsendur standast, kaupmáttur haldist eða aukist og að verðbólga fari lækkandi þá framlengist samningurinn sjálfkrafa.  Ef þessar forsendur bregðast geta samningsaðilar samið um viðbrögð og framlengist þá samningurinn.

Nánari upplýsingar um samning hvers landssambands er að finna á heimasíðum þeirra.  Starfsgreinasambandið, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Samiðn, Rafiðnaðarsamband Íslands og einnig á síðu VR."

Úr Karphúsinu í kvöld.
Úr Karphúsinu í kvöld. Árvakur/'Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert