Fara lengra út við loðnuleit

Hafannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er enn við loðnuleit suðaustur af landinu og var statt rétt norðvestur af Hvalbak í gærkvöldi. Tvö önnur leitarskip eru lengra úti fyrir Austurlandi og eitt fyrir Norðausturlandi sem leitar austur af Kolbeinseyjarhrygg. Þá er Árni Friðriksson á Vestfjarðamiðum.

Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri á Bjarna, segir skipið hafa verið við leit á grunnslóð síðan 14. febrúar, en nú sé stefnt lengra út, austur í haf. Búið sé að yfirfara allvel loðnugönguna sem mældist á fimmtudag. Ekki hafi borist vísbendingar um loðnu utan leitarsvæða og allt útlit sé fyrir að stofninn sé heldur lítill.

Norðmenn hafa nú lokið loðnuveiðum við landið á þessari vertíð og varð endanlegur afli bátanna 37.250 tonn, tæpum 2.000 tonnum undir aflamarki. Bræla tafði norsk loðnuskip talsvert frá veiðum en annars gengu veiðar þeirra yfirleitt vel, skv. tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka