Íslandi stefnt fyrir EFTA-dómstólinn

Eftirlitsstofnun EFTA er í Brussel.
Eftirlitsstofnun EFTA er í Brussel. mbl.is/GSH

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)  hefur ákveðið að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að innleiða ekki reglugerð um meðferð hreinsiefna. Stofnunin segir, að málum gegn Íslandi vegna þess að það hafi ekki innleitt reglugerðir, hafi fjölgað mikið að undanförnu en þetta sé þó fyrsta málið sem fari fyrir dómstólinn.

Fram kemur í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni, að reglugerðinni sé ætlað að tryggja frjáls viðskipti með slík efni á innri markaði Evrópusambandsins en jafnframt vernda heilsu manna og umhverfið.

ESA segir, að Ísland hefði átt að innleiða reglugerðina ekki síðar en 3. desember 2005.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert